
Um Nokia Suite
Með Nokia Suite tölvuforritinu geturðu:
•
Afritað efni, svo sem lög, myndir og þín eigin myndskeið, milli símans og tölvunnar
og þannig alltaf verið með eftirlætisefnið þitt með þér. Takmarkanir varðandi
afritun eða spilun geta átt við tónlistarskrár sem varðar eru með stafrænum
réttindum (DRM).
•
Sjáðu til þess að síminn sé með nýjustu útgáfu hugbúnaðar og fáðu nýja eiginleika
með hugbúnaðaruppfærslum. Þú getur einnig tekið afrit af efni og forritum í
símanum áður en þú uppfærir hann.
•
Taktu öryggisafrit af mikilvægum upplýsingum, svo sem tengiliðum eða
skilaboðum, svo þú eigir þær á tölvunni ef þú týnir símanum þínum.
•
Kíktu á skemmtiefni og sæktu forrit, leiki og aðra afþreyingu í símann þinn.
Til að fá frekari upplýsingar um Nokia Suite og hvaða stýrikerfi styðja Nokia Suite skal
fara á www.nokia.com/support.