
Minniskorti komið fyrir
Aðeins skal nota samhæf minniskort sem Nokia samþykkir til notkunar með þessu
tæki. Ósamhæf minniskort gætu skaðað kortið og tækið og skemmt gögn sem vistuð
eru á kortinu.
Síminn styður minniskort sem eru allt að 32 GB.
Tækið tekið í notkun
7

1 Fjarlægðu bakhliðina.
2 Gættu þess að snertiflötur kortsins snúi niður. Ýttu kortinu inn þar til það smellur
á sinn stað.
3 Settu bakhlið símans aftur á sinn stað.
Minniskort fjarlægt
Mikilvægt: Ekki fjarlægja minniskortið þegar verið er að nota það í forriti. Það kann
að skemma minniskortið og tækið og spilla gögnum sem vistuð eru á kortinu.
Hægt er að fjarlægja eða skipta um minniskort án þess að slökkva á símanum.
1 Fjarlægðu bakhliðina.
2 Ýttu kortinu inn þar til það losnar og dragðu það svo út.
3 Settu bakhlið símans aftur á sinn stað.